Stómaþegar ganga Laugarveginn

Í lok ágúst verður farin ferð stómaþega yfir Laugarveginn og Fimmvörðuháls. Ferðin er skipulögð af Kanadamanninum og stómaþeganum Rob Hill og eru allir velkomnir með, hérlendis sem erlendis, í alla ferðina eða eingöngu Fimmvörðuháls. Fimmvörðuháls verður genginn á tveimur dögum … Nánar

Aðalfundur og kynning á nýjungum 3. maí

Stómasamtök Íslands halda aðalfund í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar á 1. hæð í Krabbameinsfélagshúsinu fimmtudaginn 3. maí kl. 20.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Að aðalfundarstörfum loknum kynna þær Geirþrúður Pálsdóttir og Sigrún Hrund Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingar hjá Icepharma, nýjungar frá Coloplast.… Nánar

Fræðslufundur um stómavörur á Akureyri

Stómasamtök Norðurlands boða til fræðslufundar í sal Krabbameinsfélagsins að Glerárgötu 24,
miðvikudaginn 9. maí  2018 kl. 17:00. Húsið opið frá 16:30.

Geirþrúður Pálsdóttir  mun koma í heimsókn og kynna fyrir okkur nýjar stómavörur.

Kaffiveitingar og spjall.… Nánar