Líf með stóma getur verið innihaldsríkt og lifa flestir stómaþegar betra og eðlilegra lífi nú en áður. Enda hafa flest okkar átt við vanheilsu að stríða í lengri eða skemmri tíma.
Mikilvægt er að hafa í huga að stóma er ekki sjúkdómur heldur afleiðing af skurðaðgerð. Við lítum ekki á okkur sem sjúklinga enda tölum við aldrei um okkur sem stómasjúklinga heldur stómaþega. Höfum hugfast að það er búið að nema burt meinsemdina.
Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra sögur nokkurra þeirra:
- Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
- Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
- Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
- Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
- Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
- Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
- Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
- Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
- Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
- Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
- Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum