Hlutverk
Stómasamtök Íslands (Isilco) eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.
Framtíðarsýn
Stómasamtök Íslands munu leggja ríka áherslu á að fólk með stóma getur lifað innihaldsríku lífi, að það öðlist aukið sjálfstraust og sigrist á áskorunum sem fylgja lífi með stóma. Áhersla verður lögð á að gera stómaþega sýnilega í almennri umfjöllun og að efld verði fræðsla og umfjöllun fyrir stómaþega, aðstandendur, fagaðila og almenning. Hlustað verður á þarfir stómaþega og eflt verður samráð við fagaðila og aðra hagsmunahópa.
Einkunnarorð
Innihaldsríkt líf með stóma
Almennt
Stómasamtök Íslands voru stofnuð 16. október árið 1980. Þau hafa ávallt verið undir verndarvæng Krabbameinsfélags Íslands og eru eitt af elstu stuðningsfélögum þess. Þá eru Stómasamtök Íslands einnig nýjasta aðildarfélagið að Öryrkjabandalagi Íslands. Félagar samtakanna eru um 300 og eru kynjahlutföllin nokkuð jöfn. Ekki eru einungis stómaþegar í samtökunum heldur eru einnig læknar, hjúkrunarfræðingar, foreldrar og ættingjar stómaþega. Félagsmenn eru á öllum aldri, barnungir sem fjörgamlir.
Stómasamtök Íslands voru stofnuð til að styðja og leiðbeina einstaklingum sem að gengist hafa undir stómaaðgerðir þ.e ristilstóma (colostomy), garnastóma (ileostomy),þvagstóma (urostomy) svo og garnapoka (J-pouch) eða nýblöðruaðgerð. Stóma, garnapoki eða nýblaðra eru ekki sjúkdómar heldur afleiðing nokkurra sjúkdóma, fæðingargalla eða jafnvel slyss. Helstu sjúkdómarnir eru krabbamein í ristli og/eða endaþarmi, krabbamein og sjúkdómar í þvagfærum og bólgusjúkdómarnir sáraristilsbólga (Colitis Ulcerosa) og Crohns sem leggjast á ristil og meltingarveg.
Styrkir til félagsins
Ef að þú vilt styrkja Stómasamtökin hvort sem er með fjárframlagi eða öðru vinsamlega hafðu samband við okkur.
Netfangið er: stoma@stoma.is
Öll fjárframlög verða nýtt í hin ýmsu verkefni innan Stómasamtakana s.s. fræðslu og uppbyggingu félagsins.
Um stofnun samtakanna
Hér má nálgast ítarlega sögu af stofnun Stómafélagsins (forvera Stómasamtakanna) ásamt ítarefni:
- Stofnun Stómasamtaka Íslands, tekið saman af Ólafi R. Dýrmundssyni
- Lög Stómasamtakanna
- Drög að reglum um heimsóknarþjónustu Stómasamtakanna
- Fundarboð fyrsta aðalfundar
- Frétt frá Stómasamtökunum
- Heilbrigðismál, 27. árgangur 1979, 4. tbl., s. 11-14.
- Vikan, 42. árgangur 1980, 39. tbl., s. 22-25.
- Faxi, 41. árgangur 1981, 4. tbl. s. 76-77.
- Hús krabbameinsfélaganna
Stjórn
- Jón Þorkelsson – formaður
- Eva Bergmann – varaformaður
- Fanney Lind Arnarsdóttir – fulltrúi ungliða
- Inger Rós Jónsdóttir – stjórnarmeðlimur
- Sigurður Jón Ólafsson – ritstjóri
Varamenn:
- Jónína Sverrisdóttir – tengiliður á Eyjafjarðarsvæðinu
- Þorleifur Gíslason
Skoðunarmenn reikninga:
- Ólafur R. Dýrmundsson
- Sigurður Flosason
Fyrri formenn:
- 1980-1981 Ólafur R. Dýrmundsson
- 1981-1983 Kristinn Helgason
- 1983-1985 Örn Agnarsson
- 1985-1989 Kristinn Helgason
- 1989-1991 Örn Agnarsson
- 1991-1993 Einar Þ. Mathiesen
- 1993-1995 Ólafur R. Dýrmundsson
- 1995-1997 Örn Agnarsson
- 1997-2003 Sigurður Jón Ólafsson
- 2003-2007 Kristján Freyr Helgason
- 2007- Jón Þorkelsson
Sími stómasamtakana er 847 0694 og tölvupóstfang stoma@stoma.is: