Áður en þú byrjar að pakka niður:
- Skrifaðu niður hjá þér, stærð, nafn, pöntunarnúmer og framleiðanda þeirra stómavarnings sem þú notar, sem og símanúmer dreifingaraðila.
- Ristilsstóma: Athuga hvort ekki sé hægt að fá poka sem hægt er að tæma, því ef niðurgangur gerir vart við sig er auðveldara að hafa poka sem hægt er að tæma á auðveldan hátt.
- Athuga hvort poki og plata passi saman.
- Fá upplýsingar hjá flugfélaginu hvort ekki sé hægt að fá leyfi til að vera með tvær töskur í handfarangri vegna stómavarnings.
- Þegar pantað er sæti í flugvélinni – gott að fá sæti við ganginn og nálægt W.C.
Til þess að koma í veg fyrir vökvaþurrk er gott að drekka eitt glas af vatni eða djús á klukkutíma fresti á meðan flugi stendur. - Taktu stómavarning fyrir nokkra daga ávallt með þér í handfarangur því ferðatöskur geta lent á öðrum stað í heiminum en þú, til dæmis þú lendir í Frakklandi en taskan í Tyrklandi.
- Hægt er að fá skírteini hjá Stómasamtökunum þar sem stendur að eigandi þessa korts hafi gengið í gegnum stómaaðgerð og þarf að hafa meðferðis stómavarning og einnig má ekki gera líkamskoðanir á handafa kortsins nema inn á spítala og af sérfræðingi. Nauðsynlegt kort nú til dags að hafa meðferðis!
Pakkað niður:
- Stómavarningur – Taktu meira með þér en þú þarft. Tvöfalt meira er góð viðmiðun.
- Til þess að dótið taki sem minnst pláss er gott að taka það sem hægt er úr stóru umbúðunum t.d kössunum.. En auðvita það sem þarf að vera sótthreinsað verður að vera í sínum umbúðum.
- Einota poka – til henda notuðum stómavörum.
- Blautþurrkur, tissjú, skæri, og annan varning sem þú notar t.d leir eða lyktareyðir.
- Lyf við niðurgangi eða stopp töflur s.s Imodium. Hægt að kaup í lyfverslunum án lyfseðils í 16 stk í pakka. Ef þú telur að þú þurfir fleiri en 16 stk. er hagstæðara að fá lyfseðil hjá lækni fyrir imodium töflunum.
- Öllu önnur lyf sem tekin eru þurfa að vera vel merkt og í upphaflegum umbúðum.
Önnur hagræð húsráð:
- Drekkið einungis keypt vatn í viðurkenndum seldum flöskum, ekki kranavatn. Athugið einnig að ef keypt er gos er yfirleitt notað kranavatn í klaka. Biðja um gosið án kaka.
- Plast lak til að koma í veg fyrir að eitthvað eyðileggi dýnurnar þar sem gist er, ef það er áhyggjuefni þá er um að gera að hafa það meðferðis til að friða hugann.
- Gott að útbúa litla tösku með nauðsynlegum varningi fyrir styttri ferðir á meðan fríinu stendur t.d í búðina eða í bílinn.
- Slóð inn á heimsíðu USA today þar sem búið er að útbúa lista yfir þá flugvelli þar sem líkurnar eru mestar að þurfa bíða í löngum biðröðum. Reyndar á þetta einungis við flugvelli í
- Bandaríkjunum.www.usatoday.com/travel/graphics/TSAdelays/flash.htm