Orðið stóma er komið úr grísku og merkir munnur eða op. Úrgangur, þ.e. þvag eða hægðir, koma út um stómað á kviðnum. Stóma getur verið í ýmsu formi en helst er talað um ristilstóma (colostomy), garnastóma (ileostomy), j-poka (J-pouch) og þvagstóma (urostomy).
Sá sem er með poka á kviðnum hefur enga stjórn á því sem kemur í pokann. Þess vegna þarf að gæta þess að tæma hann reglulega. Einnig þarf að gæta þess að skipta um poka og/eða plötu reglulega. Það er afar misjafnt hversu lengi plata endist hjá hverjum og einum. Sumir þurfa að skipta um allt daglega, aðrir láta nægja að skipta um á 5-7 daga fresti. Og þeir sem nota lokaðan poka þurfa vitaskuld að skipta oftar um en þeir sem eru með tæmanlega poka.
Flestir eru 4-6 vikur að jafna sig eftir aðgerð og geta þá snúið aftur til vinnu. Þeir sem stunda líkamlega erfiða vinnu þurfa að jafna sig í 2-3 mánuði. Þessi tími getur þó verið mun lendri ef um er að ræða langvarandi veikindi áður en til stómaðgerðar kemur. Í þeim tilfellum þar sem endaþarmur er fjarlægður, tekur það skurðsvæðið 5-12 mánuði að gróa vel.
Ristilstóma
Við ritilstóma er hluti ristilsins fjarlægður og þá neðri hluti hans. Er þá tengt beint frá ristlinum í Ristilstómastómíuna en útskilnaðurinn er mun þykkari en hjá garnastómaþegum.
Hægðirnar eru formaðar og verður hægðarlosun oft svipuð og fyrir aðgerð. Ristilstómaþegar nota lokaðar poka og skipta um hann 1-2 sinnum á sólarhring.
Sjá nánar um ristilstóma, á ensku, hér.
Garnastóma
Garnastóma (ileostomy) er myndað þegar neðsti hluti garnar er tekinn út um kviðvegg hægra megin og saumaður við húð. Í sumum tilfellum er ristillinn fjarlægður. Garnastóma getur verið tímabundið eða endanlegt.
Hlutverk ristilsins er að sjá um frásog vökva úr hægðum. Þegar ristill er fjarlægður, eða er ekki virkur, verður líkaminn að fá sinn vökva frá görnunum. Því þurfa garnastómaþegar að auka vökva- og saltinntöku. Flestir garnastómaþegar nota tæmanlegan poka og tæma hann 4-5 sinnum á sólarhrign
Sjá nánar um garnastóma, á ensku, hér.
J-poki
Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að í stað stómíu eru gerðir innvortis pokar og á það jafnt við um þá sem lenda í ristilaðgerðum sem aðgerðum vegna galla í þvagleiðara eða þvagblöðru. Þeir sem fara í slíka aðgerð vegna ristilsjúkdóms fá svonefndan garnapoka.
Til þess að unnt sé að gera slíka aðgerð verður endaþarms- eða hringvöðvinn að vera í lagi og að neðsti hluti ristilsins hafa verið skilinn eftir. Ýmsar aukaverkanir kunna að fylgja í kjölfar slíkra aðgerða auk þess sem lyfjanotkun er nauðsynleg en mestar líkur á að allt gangi vel eru hjá yngra fólki og fólki á miðjum aldri sem er líkamlega vel á sig komið að öðru leyti.
Sjá nánar um j-poka, á ensku, hér.
Þvagstóma
Þvagstóma (e. urostomy) fá þeir sem lent hafa í uppskurði vegna nýrnaaðgerðar eða galla eða sýkingar í Þvagstómiaþvagblöðru og fer þá vökvinn í þvagpoka. Þess háttar aðgerðir eru mun færri en aðgerðir vegna ristils.
Nýblaðra nefnist innvortis þvagblaðra sem gerð er úr görnum eða botnlanga og kemur hún í stað þvagstómíu. Þeir sem eru með nýblöðru geta, ólíkt stómaþegum, haft stjórn á þvagláti.
Sjá nánar um þvagstóma, á ensku, hér.
Fróðleikur um stóma
Í fjölmiðlum
Stómasamtökin leggja áherslu á að birta jákvæða og raunsæja mynd af stómaþegum landsins. Liður í því er að gera stómaþega sýnilega í fjölmiðlum, hérlendis sem erlendis.
Hér má sjá nokkur af þeim fréttaumfjöllunum sem stómaþegar hafa fengið í gegnum árin. Ljóst er að þetta er ekki tæmandi listi og ef einhverjir skyldu vita af frétt eða viðtali sem ætti að vera á þessari síðu þá mega viðkomandi endilega hafa samband við samtökin, stoma@stoma.is
Austurglugginn – Viðtal við Dandy
Fréttatíminn 2010 – Viðtal við Unni og Ágúst
Nýtt_Líf_2010- Viðtal við Þorleif
Ísland í dag 2010 – Viðtal við Jón og Ágúst: