Ungliðahreyfing Stómasamtakana er hópur hressra og skemmtilega einstaklinga, á aldrinum 20-40 ára, sem eiga það sameiginlegt að hafa gengist undir stómaaðgerð. Hópurinn er með virkt tengslanet og hittist reglulega til að njóta félagsskapar hvors annars, deila reynslu sinni, læra af hvorum öðrum og njóta stuðnings þegar þörf er á.
Ungliðahreyfinginn eru í virku sambandi við aðrar ungliðahreyfingar erlendis, sérstaklega á norðurlöndunum, og hafa ófáir átt kost á því að fara á viðburði og ferðalög sem eru á þeirra vegum.
Allir ungir stómaþegar eru hvattir til þess að vera meðlimir ungliðahreyfingarinnar enda er þetta líflegur hópur sem deilir sameiginlegri reynslu.
Fulltrúi ungliðahreyfingarinnar er Fanney Lind Arnarsdóttir, fanneyla15(hja)gmail.com.