Nýútgefin bók með innsýn í erfiðan meltingarsjúkdóm og líf með stóma

Riddarar_hringavitleysunnar

Bókin Riddarar hringavitleysunnar var nýlega gefin út sem fjallar meðal annars um baráttu einstaklings við meltingarsjúkdóm, skurðaðgerð og líf með stóma. Sagðar eru sögur af lífsskeiðum fjögurra manna, í skáldlegu formi, sem eru í reynd öll reynsla eins manns. Þannig er gefin innsýn í hugarheims þess sem er veikur, á nýstárlegan hátt.

“Bókin er frumleg í formi, hreinskilin og kankvísleg. Lesandi er vís til þess að spyrja sig að lestri loknum hvernig í ósköpunum fór sá sem lenti í þessu öllu eiginlega að því að lifa af? Bókin er ennfremur ákall um kærleika, samúð og skilning. Hvort sem glímt er við krabbamein, alvarlegan meltingarsjúkdóm eða maníu þá beri alltaf að hafa í fyrirrúmi virðingu fyrir einstaklingnum, meðlíðan með sársauka hans og hafa vilja til að sjá fólk aftur heilbrigt, áherslan sé ekki bara á að “útskrifa” sjúklinginn.

Riddarar hringavitleysunnar er styrkjandi bók fyrir alla sem velta fyrir sér stöðu sinni, ættingja eða annarra nákominna í erfiðum aðstæðum. Við lifum nú tíma þegar tjáning þeirra sem hafa verið veikir á geði eða glímt við erfiða sjúkdóma hristir upp í stöðnuðum hugmyndum okkar og gerir samfélag okkar betra. Þessi bók er mikilvægur leiðarsteinn á þeirri vegferð.” – Folda bókaútgáfa