Fræðslufundur 8. febrúar: Jóga og vellíðan

Stómasamtök Íslands boða til fræðslufundar í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 4. hæð,
fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 20:00. Húsið opið frá kl. 19:30.

Klara Dögg Sigurðardóttir jógakennari kemur í heimsókn og fjallar um gildi jóga fyrir andlega vellíðan. Hún er þrautreyndur jógakennari og sprenglærð í þessum fræðum. Sérstök athygli er vakin á því að þessi fundur er viku síðar en áætlað var og verður að þessu sinni á 4. hæð.

Kaffiveitingar og spjall.