Gestur fundarins er Eva Bergmann sálfræðingur og núvitundarkennari. Í kynningartexta Evu segir hún svo frá: „Ég fékk ristilkrabbamein árið 2016 og var neyðartilvik þar sem að krabbameinið var aldrei greint. Ég fór í gegnum tvær neyðaraðgerðir þar sem að í seinni aðgerðinni var sett upp tímabundið stóma sem var síðan fjarlægt ári seinna. Það var mikið áfall að fá stóma með engum fyrirvara og ég mun fjalla um hvernig það var fyrir unga konu í blóma lífsins”.