Fimmtudaginn 2. nóvember verður fræðslufundur í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Eva Bergmann, stjórnarmaður í Stómasamtökunum mun segja frá ferð sinni á sýningu á stómavörum í Las Vegas síðasta sumar. Henni til aðstoðar verða okkar ágætu stómahjúkrunarfræðingar Birna og Guðrún en þær fóru líka á sýninguna.
Húsið opnar 19:30 og fundarstörf byrja 20:00. Spjall og kaffiveitingar að lokinni kynningu.