Stómasamtökin fagna 40 ára afmæli

Föstudaginn 16. október eru 40 ár liðin frá stofnun Stómasamtakanna.

Stómasamtökin eru einn elsti stuðningshópur Krabbameinsfélagsins tengjast félögin órofa böndum. Metnaðarfullt fræðslu- og stuðningsstarf samtakanna hefur gagnast mörgum og jafnvel skipt sköpum.

Í tilefni tímamótanna gefa samtökin nú út vegleg afmælisrit þar sem má finna fróðlegar greinar og áhugaverð viðtöl við stómaþega sem eru ófeimnir við að tjá hug sinn og vekja athygli á innihaldsríku lífi með stóma; hvort sem það er með því að stunda fjallgöngur, sundferðir og líkamsrækt af einhverju tagi, en ekki síður með þátttöku í hversdagslegu amstri.