Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694

Við hvetjum alla sem standa frammi fyrir þeim möguleika að fá stóma að hafa samband við okkur. Við bjóðum upp á heimsóknarþjónustu þar sem hægt er að hitta stómaþega  sem getur veitt verðmætar upplýsingar um líf með stóma og um aðgerðina.

Allir einstaklingar sem sinna heimsóknarþjónustunni hafa farið í gegnum þjálfun og leggja mikinn metnað í að koma sem best á móts við viðkomandi.

Hægt er að hafa samband við samtökin í gegnum tölvupóst, stoma@stoma.is eða hringja í heimsóknarþjónustusímann, 847 0694.

 

Unnur_1