Alþjóðadagur stómaþega, 4. október 2025, ber yfirskriftina: „Falin fötlun, sýnilegur stuðningur. Alþjóðleg samstaða stómaþega.“
Af því tilefni, og til að fagna 45 ára afmæli samtakanna, viljum við efla stuðning okkar við stómaþega í Afríku. Undanfarin ár höfum við styrkt stómasamtök í álfunni, aðallega í Simbabve og Sambíu, með fjárframlögum og fleiru.
Stómasamtök Íslands voru stofnuð árið 1980 af brýnni þörf og hag íslenskra stómaþega að leiðarljósi. Á síðustu 45 árum höfum við átt þátt í að bæta lífsgæði ótal stómaþega hér heima og auk þess stutt stómaþega utan landsteina.
