Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • Styrkja samtökin
  • English

Nýtt námskeið: Líf með stóma

04/03/2021 By Guðmundur Pálsson

„Markmiðið er að gefa stómaþegum á öllum aldri, körlum og konum, þeim sem eru að fara í aðgerð og þeim sem eru komnir með stóma, kost á námskeiði þar sem fjallað er um margvíslega þætti varðandi velferð þeirra”.

Lögð verður áhersla á að hægt er að lifa innihaldsríku lífi með stóma og hvernig hægt er að sigrast á ýmsum áskorunum sem fylgja lífi með stóma.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru fagfólk og stómaþegar. Flutt verða sex erindi og er gert ráð fyrir fyrirspurnum.

Námskeiðið er tvö skipti – fimmtudagana 8. og 15. apríl 2021 kl.16:30 – 18:30. Námskeiðið verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 og á rafrænu formi (Zoom).

Skráning á radgjof@krabb.is og í síma 800 4040. Ekkert þátttökugjald.

Dagskrá:

8. apríl

  • Helstu stómaaðgerðir, hvort sem þær leiða til tímabundins eða varanlegs stóma, undirbúningur fyrir læknisaðgerðirnar og umönnun stómaþega á spítalanum eftir þær. Stómaumhirða.
  • Hjálpartæki; framboð, aðgengi og val á pokum o.fl. og stómavörum frá mismunandi framleiðendum. Almennar leiðbeiningar og ráðgjöf, kynningar á nýjungum og möguleikar á einstaklingsráðgjöf.
  • Næring. Fæða og mataræði eftir stómaaðgerð. Hvað breytist og hvernig geta stómaþegar haft áhrif á velferð sína með fæðuvali til skemmri eða lengri tíma?

15. apríl

  • Hreyfing, íþróttir, svo sem sund, tómstundaiðja og líkamleg færni almennt, m.a. til ferðalaga innanlands sem utan. Hvað breytist, hvað hentar og hvernig má haga undirbúningi við mismunandi aðstæður?
  • Aðlögun að breyttri líkamsímynd eftir stómaaðgerð; leiðir til að bæta líkamsvirðingu með jákvæðum hætti, t.d. með vali á fatnaði og þátttöku í félagslegu starfi. Styrking andlegrar heilsu.
  • Samskipti kynja; kynlíf, frjósemi, barneignir og fjölskyldulíf. Hvað getur breyst, og ef svo, hvað leiðir eru vænlegastar til að bæta lífsgæði að þessu leyti ef þau hafa orðið fyrir skerðingu við stómaaðgerð?

Námskeiðið er samstarfsverkefni Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, stómahjúkrunarfræðinga á Landspítala og Stómasamtakanna.

Filed Under: Fréttir

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Styrkja samtökin
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Stómasamtökin 45 ára

Ágætu félagsmenn. Stómasamtökin eru 45 ára um þessar mundir.  Af því tilefni bjóðum við til stutts kaffisamsætis laugardaginn 18. október … [Nánar...]

Alþjóðadagur stómaþega 4. október

Alþjóðadagur stómaþega, 4. október 2025, ber yfirskriftina: „Falin fötlun, sýnilegur stuðningur. Alþjóðleg samstaða stómaþega.“ Af því tilefni, og … [Nánar...]

Fyrsti fræðslufundur vetrarins

Fimmtudaginn 2. oktober verður fyrsti fræðslufundur vetrarins haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.  Efni fundarins verður Alþjóðlegi … [Nánar...]

Fróðleikur: Stómaferðakort og rakanemi fyrir stómaþega

Stómaferðakort og myndband vegna skoðunar á flugvöllum. Skömmu eftir að Stómasamtökin voru stofnuð 1980 veittum við því athygli að … [Nánar...]

RSS-veita Á döfinni

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in