Námskeið: Líf með stóma

Nýtt námskeið fyrir einstaklinga sem lifa með stóma. Markmiðið er að gefa stómaþegum á öllum aldri, körlum og konum, þeim sem eru að fara í aðgerð og þeim sem eru komnir með stóma, kost á námskeiði þar sem fjallað er um margvíslega þætti varðandi velferð þeirra.

Að námskeiðinu standa Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins, stómahjúkrunarfræðingar á Landspítala og Stómasamtökin.

Lögð verður áhersla á að hægt er að lifað innihaldsríku lífi með stóma og hvernig hægt er að sigrist á ýmsum áskorunum sem fylgja lífi með stóma.

Farið verður yfir matarræði, hreyfingu, hjálpartæki, gefin góð ráð varðandi ferðalög, rætt um barneignir og ýmsar nýjungar.

Námskeiðið er tvö skipti og fer fram mánudagana 26. nóvember og 3. desember kl.16:30 – 18:30.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru fagfólk og stómaþegar. Flutt verða sex erindi, c.a 30 mínútur erindi hvert, gert er ráð fyrir fyrirspurnum.