Fréttir af aðalfundi

Ágætu félagsmenn.

Aðalfundur félagsins var haldinn þann 14. maí síðastliðinn.  Hefðbundin aðalfundarstörf voru meginefni fundarins og stjórn samtakanna var endurkjörin.

Í framhaldi af fundinum var send í heimabanka félagsmanna rukkun á árgjöldum samtakanna sem eru óbreytt frá fyrri árum.  Að auki var send valgreiðsla að fjárhæð kr. 1.500 til ykkar og er hún ætluð til stuðnings starfi Stómasamtakanna og Evrópusamtaka stómaþega til aðstoðar stómaþegum í Afríku.  Þar er mikil þörf á viðhorfsbreytingu gagnvart stómaþegum, aukningu á framboði á stómavörum og betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu.  Við munum reyna á næstu árum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við þetta.

Jón Þorkelsson, formaður Stómasamtaka Íslands.