Jónína

Stomasamtokin_vefbordar_310x400_JoninaJónína er tveggja barna móðir með  stóma.

Jónína var búin að vera með sáraristilbólgur í átta ár þegar hún fékk garnastóma, þá 25 ára að aldri.

Jónína var 24 ára þegar hún gekk með sitt fyrra barn, en meltingarsjúkdómurinn var til friðs á meðan á meðgöngunni stóð, með hjálp lyfja. Þegar dóttir hennar var orðin 6 mánaða fóru sjúkdómseinkennin að versna og lyfin hættu að virka. Í júní 2011 var enginn valkostur í stöðunni nema taka allan ristilinn og setja upp stóma.

Eftir aðgerðina tók Jónína þá ákvörðun að láta stómað hafa eins lítil áhrif á lífið og hægt var. Hana langaði ekki að eyða meiri tíma í veikindi og spítalavistir. Áður en Jónína fór í aðgerðina hafði hún áhyggjur af því að geta ekki eignast fleiri börn, því var mikil gleði að komast að því 3 mánuðum eftir aðgerð að hún var ólétt. Meðgangan með stóma gekk vel og eignaðist hún dreng nákvæmlega ári eftir stómaaðgerðina.

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

 • Dandý Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
 • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
 • Inger Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
 • Jón - Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
 • Júlía Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
 • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
 • Sonja Er ólétt að sínu fyrsta barni
 • Þorleifur Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
 • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
 • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
 • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum