Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • English

Klara

03/10/2018 By stoma

Stomasamtokin_vefbordar_310x400_KlaraKlara hefur stundað mun meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma.

Klara hafði falið einkenni sáraristilbólgu í um 5 ár þar til hún áttaði sig á alvarleika þeirra og leitaði læknis. Hún greinist með sáraristilbólgu 2008 og var sjúkdómnum haldið niðri með ýmsum lyfjum en mörgum þeirra fylgdu leiðinlegar aukaverkanir.

Árið 2015 greinist Klara með PSC (primary sclerosing cholangitis) sem jók hættu á krabbameini til muna. Rúmu ári síðar greindist hún með illkynja sepa í ristli og þá óumflýjanlegt að fara í aðgerð. Klara gat valið á milli j-poka eða garnastóma og eftir miklar vangaveltur varð garnastómaaðgerð fyrir valinu. Hún sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag þar sem það hafa ekki orðið neinir fylgikvillar eða vandamál, eingöngu aukin lífsgæði, betri heilsa og engin lyf.

Eftir stómaaðgerðina hefur Klara getað stundað hreyfingu í mun meira mæli auk þess sem mikið frelsi hefur falist í því að þurfa ekki að leita eftir klósetti öllum stundum. Þá er verðmætt að geta loks átt notalegar stundir án kviðverkja.

Klara segist vera þakklát fyrir læknana og fjölskylduna sem studdi hana í veikindunum, með þrjú börn og það yngsta aðeins 8 mánaða þegar aðgerðin var framkvæmd.

„Stóma er engin hindrun, stóma er lífsgjöf sem gerði mig heilbrigðari“ en Klara heldur ótrauð áfram að láta drauma sína rætast og er nú komin í ljósmóðurnám sem hún hefur lengi stefnt að.

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

  • Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
  • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
  • Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
  • Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
  • Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
  • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
  • Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
  • Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
  • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
  • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
  • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum

 

Filed Under: Topp menu

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Bárurnar vilja nota Ermarsundið sem tækifæri til að vekja athygli á málefnum stómaþega

Að hafa stóma er ekki sjúkdómur en flokkast sem ákveðin fötlun. Það er ekki óalgengt að fólk með stóma reyni að fela það. Stóma getur hins vegar bætt … [Nánar...]

Kynningarfundur á Akureyri 7.maí

Guðrún María Þorbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Medor kynnir nýjungar í stómavörum frá ConvaTec laugardaginn 7. maí kl. 14 í húsnæði … [Nánar...]

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands

Aðalfundur Stómasamtaka Íslandsfimmtudaginn 5. maí 2022Aðalfundur Stómasamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2022 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu … [Nánar...]

Fræðslufundur: Kynning á starfsemi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

Fimmtudaginn 7. apríl fer fram fræðslufundur. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri, kynnir starfsemi Ráðgjafarþjónustu … [Nánar...]

RSS Á döfinni

  • Stuðnings­ fulltrúa­námskeið: Ertu góð­hjart­aður reynslu­bolti sem vilt nýta reynslu þína öðrum til góða?
  • Austurland: Viðtöl, stuðningur og ráðgjöf
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 2/4
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 3/3
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 4/4
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 1/4
  • Para- og kynlífsráðgjöf
  • Para- og kynlífsráðgjöf

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in