Fyrsti fræðslufundur á nýju ári verður fimmtudaginn 2. febrúar og fundarefni verður vörukynning frá Stoð í Hafnarfirði. Tanja Björk Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur mun sjá um kynninguna. Aðrir félagsfundir verða fimmtudaginn 2. mars og fimmtudaginn 6. apríl. Fundarefni verður auglýst síðar. Að lokum verður aðalfundur fimmtudaginn 4. maí með hefðbundnum aðalfundar störfum. Allir fundirnir eru haldnir í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 og húsið opnar kl. 19:30.
Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu Stómasamtakanna til að fá upplýsingar um dagskrá fundanna.
Formaður.