Umönnun stómaþega á Landspítalanum

Næsti fræðslufundur Stómasamtaka Íslands verður fimmtudaginn 3. október 2019 kl:20:00.

Oddfríður R. Jónsdóttir stómahjúkrunarfræðingur á Landspítala kemur í heimsókn og talar við okkur um ummönnun stómaþega, en hún er að ljúka störfum eftir áratuga starf.

Fundurinn verður í húsnæði Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Húsið opnar kl. 19:30. Kaffiveitingar og spjall. Fjölmennið og takið með ykkur gesti.