Mottumars – Viltu þú leggja málinu lið?

mottuskegg_n

Vilt þú leggja þitt af mörkum og miðla reynslu þinni?

Allir sem greinst hafa með krabbamein hafa einstaka sögu að segja af sinni reynslu. Krabbameinsfélagið vill miðla slíkri reynslu og auka þannig skilning og þekkingu fólks á sjúkdómnum. Í tengslum við Mottumars og opnun nýrrar vefsíðu sem inniheldur fjölbreytt fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar viljum við heyra frá körlum á öllum aldri sem greinst hafa með krabbamein til að segja sína sögu. Einnig viljum við heyra frá körlum sem hafa verið aðstandendur.

Hafðu samband við Sigríði Sólan í síma 899 2320 eða sigridur@krabb.is ef þú vilt leggja þitt af mörkum og taka þátt í þessu verkefni.