Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Stómasamtökin sýnir að almenningur er áfram jákvæður til sundferða stómaþega, en sama könnun var framkvæmd árið 2015.
Könnunin sýnir að vitund og þekking fólks á stóma hefur aukist þessi þrjú ár þar sem nú segjast um 96% svarenda þekkja það að einhverju leiti. Áhugavert er að konur hafa meiri þekkingu á stóma og að 18-24 ára hafa minni þekkingu en aðrir aldurshópar.
Minni háttar breytingar hafa orðið á viðhorfi til fundferða stómaþega þar sem aðeinns 2,4% svarenda voru neikvæðir. Áberandi var að helst voru það einstaklingar sem vissu lítið um stóma sem voru neikvæðir og kom þá helst fram að það væri skortur á hreinlæti, hættu á smithættu og að pokar væru ekki öruggir. Þá viðurkenndu sumir svarenda að viðhorf þeirra væri eingöngu byggt á fáfræði.
Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar hér.