Ný herferð um innihaldsríkt líf með stóma

Stomasamtokin_vefbordar_300x250_Klara Stomasamtokin_vefbordar_300x250_Jonina Stomasamtokin_vefbordar_300x250_Agust Stomasamtokin_vefbordar_300x250_Thorleifur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag fór af stað ný herferð um stómaþega þar sem öflugir stómaþegar eru sýndir lifa góðu og innihaldsríku lífi. Jónína, Þorleifur, Klara og Ágúst lögðu þessu verkefni lið og afurðin eru auglýsingar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum auk þess sem plaggötum verður dreift víða um land. Þannig verður sundlaugaplaggatið góða uppfært í nútímalegra form.

Herferðin var sett af stað í tilefni af World Ostomy Day sem verður haldinn, á heimsvísu, þann 6. október næstkomandi. Deginum er fagnað á 3ja ára fresti og þemað í þetta skiptið er um kraft þess að tala um og segja frá sinni reynslu (e. Speaking out changes lives). Þannir er það von Stómasamtakanna að þessi herferði auki skilning fólks á stöðu stómaþega og sjá að líf með stóma getur verið innihaldsríkt og ánægjulegt.

Bestu þakkir fá Ennemm sem gáfu alla sína vinnu í þessa herferð.