Næsti fræðslufundur Stómasamtaka Íslands verður fimmtudaginn 4. október næstkomandi en hann er haldinn í tilefni alþjóðlega stómadagsins (WOD).
Á fundinum verða kynntar nýjar veggmyndir, sem á að setja upp á sundstöðum og líkamsræktarstöðum landsins. Einnig verður kynnt ný könnun frá Gallup á viðhorfum almennings til stómaþega.
Fundurinn verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógahlíð 8, 1. hæð. Húsið opnar kl. 19.30. Kaffiveitingar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti.