Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • Styrkja samtökin
  • English

Stómaþegar ganga Laugarveginn

31/05/2018 By stoma

Í lok ágúst verður farin ferð stómaþega yfir Laugarveginn og Fimmvörðuháls. Ferðin er skipulögð af Kanadamanninum og stómaþeganum Rob Hill og eru allir velkomnir með, hérlendis sem erlendis, í alla ferðina eða eingöngu Fimmvörðuháls. Fimmvörðuháls verður genginn á tveimur dögum og því verður það auðveldari ganga.

Um er að ræða sjö eða þriggja daga ferð sem Íslenski Fjallaleiðsögumenn halda utan um en innifalið í henni er akstur á staðinn, gisting í skálum, fæði, flutningur á farangri á milli gististaða og vissulega leiðsögn. Verðið fyrir ferðina er í kringum 278.000 krónur fyrir fulla ferð og um 89.000 krónur fyrir þá styttri. Stómasamtökin eru tilbúin að niðurgreiða kostnaðinn fyrir sína félagsmenn.

Ferðin hefst 22. ágúst og seinni hlutinn hefst 25. ágúst. Ferðinni lýkur svo 28. ágúst.

Leiðsögumaður ferðarinnar, Ágúst Kristján Steinarrsson, er jafnframt með stóma og því er um að ræða einstakan stómaviðburð sem allir stómaþegar ættu að gefa gaum.

Allir sem hafa áhuga, stómaþegar sem og vinir þeirra og vandamenn, geta haft samband við Ágúst í tölvupósti, agustkr(att)gmail.com

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband Íslenskra fjallaleiðsögumanna af fyrri hluta ferðarinnar, af Laugarveginum. Loks er hér hlekkur með upplýsingum um ferðina, á ensku.

 

Filed Under: Fréttir

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Styrkja samtökin
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Stómasamtökin 45 ára

Ágætu félagsmenn. Stómasamtökin eru 45 ára um þessar mundir.  Af því tilefni bjóðum við til stutts kaffisamsætis laugardaginn 18. október … [Nánar...]

Alþjóðadagur stómaþega 4. október

Alþjóðadagur stómaþega, 4. október 2025, ber yfirskriftina: „Falin fötlun, sýnilegur stuðningur. Alþjóðleg samstaða stómaþega.“ Af því tilefni, og … [Nánar...]

Fyrsti fræðslufundur vetrarins

Fimmtudaginn 2. oktober verður fyrsti fræðslufundur vetrarins haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.  Efni fundarins verður Alþjóðlegi … [Nánar...]

Fróðleikur: Stómaferðakort og rakanemi fyrir stómaþega

Stómaferðakort og myndband vegna skoðunar á flugvöllum. Skömmu eftir að Stómasamtökin voru stofnuð 1980 veittum við því athygli að … [Nánar...]

RSS-veita Á döfinni

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in