SenSura Mio vörurnar frá Coloplast hafa verið samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands frá og með 1. janúar. Þær eru þar með undir sama hatti og aðrar stómavörur og stómaþegum því að kostnaðarlausu.
SenSura Mio er ný kynslóð stómavara frá Coloplast, en 2011 kom á markaðinn fyrsti stómapokinn, sem var þróaður eftir nýrri tækni, sem gengur undir nafninu „Body Fit“. Þessi tækni tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum stómaþegans og aðlagar sig mun betur að svæðinu kringum stómað en þekkst hefur. Hér er um að ræða bæði samfelldar og samsettar vörur, þ.e. poka og plötur.
Þeir sem hafa prófað þessar stómavörur hefur líkað þær ljómandi vel og geta vart hugsað sér betri vörur. Geirþrúður Pálsdóttir, deildarstjóri hjá Coloplast, kynnir þessar vörur á fyrsta fundi okkar á næsta ári, fimmtudaginn 4. febrúar.