Í tilefni af alþjóðlega stómadeginum hafa stómasamtökin gert könnum á viðhorfi íslendinga til sundferða og í framhaldið auglýsingu til fræðslu fyrir almenning um sundferðir. Alþjóðlegi stómadagurinn er haldinn þriðja hvert ár, þann 3. október, og þema dagsins í ár er margar sögur, ein rödd.
Könnunin sýnir margt áhugavert og hægt er að nálgast niðurstöðurnar hér. Helst má nefna að 80% Íslendinga eru jákvæðir um sundferðir stómaþega á meðan eingöngu 3,1 % eru neikvæðir.
Auglýsingin sem hefur verið gerð má sjá hér að neðan, en hún er gerð til þess að vekja Íslendinga til enn frekari umhugsunar um hversu sjálfsagðar og öruggar sundferðir eru fyrir stómaþega.