Stómasamtök Íslands eiga 35 ára afmæli 16. október. Af því tilefni, og vegna alþjóðlega stómadagsins, verður efnt til fræðslu- og skemmtifundar fimmtudaginn 1. október kl. 20. Fundurinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Skýrt verður frá nýlegri könnun á viðhorfum almennings til stómaþega, sem Gallup gerði fyrir samtökin.
Veglegar veitingar verða í boði í tilefni afmælisins. Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Húsið opnar klukkan 19:30.