Tekið var áhugavert viðtal við Sonju í danska tímaritinu Stomi information, sem Coloplast gefur út í Danmörku. Í viðtalinu gaf Sonja innsýn inn í sundvenjur íslenskra stómaþega þar sem hún gaf m.a. ráð um hvernig gott er að haga sundferðum. Þá var m.a. sagt frá sundplaggati Stómasamtakanna og vakti það nokkra athygli lesenda í Danmörku.
Hægt er að lesa viðtalið á heimasíðu Coloplast en auk þess er hægt að nálgast viðtalið sjálft, í pdf formi, hér.