Ný heimasíða Stómasamtakana hefur nú verið tekin í notkun. Þar kveður að vissu leiti við nýjan tón þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð á að sýna að líf með stóma getur verið innihaldsríkt, og vel það. Fengnir voru fjölmargir stómaþegar í samstarf við gerð síðunnar þar sem birtar er örstuttar reynslu og hvatasögur sem vonandi hafa jákvæð áhrif á verðandi stómaþega og þeirra nánustu, sem og á alla stómaþega landsins.
Jafnframt má finna margt kunnuglegt og sitthvað nýtt, eins og viðtöl í fjölmiðlum og útgefið efni sem hefur ekki verið aðgengilegt. Það er von samtakanna að síðan hafi að geyma allar nauðsynlegar upplýsingar og fróðleik og stuðli þannig við alla stómaþega.
Til viðbótar við þessa nýju heimasíðu hefur verið stofnuð Facebook síða sem mun birta reglulegar fréttir af viðburðum félagsins, þannig að félagsmenn geti með auðveldu móti fylgst með og tekið þátt í þeim viðburðum sem boðið verður upp á. Hér er hlekkur á Facebook síðuna og hvetjum við alla til þess að líka við hana svo hægt sé að fylgjast með starfi samtakanna.
Enn á eftir að fínpússa ýmislegt á vefsíðunni og og er gert ráð fyrir að fullkláruð síða verði tilbúin fyrir aðalfund. Fram að þeim tíma, og jafnvel eftir það, eru allar tillögur og athugasemdir um efni og uppbyggingu vel þegnar.