Eva

Eva_Bros_Crop

Eva stundar líkamsrækt sex til tólf sinnum í viku og nýtur þess að búa við góða heilsu eftir langvinna baráttu við veikindi.

Eva var greind með sáraristilbólgur 20 ára. Vegna veikinda hennar var hún nokkrum sinnum lögð inn á spítala auk þess sem hún fékk stera og önnur lyf sem stuðluðu að bættri heilsu og jafnvægi í nokkurn tíma. 20 árum síðar veiktist hún mjög illa þannig að ristillinn var nánast ónýtur og því nauðsynlegt að fara í aðgerð og fá garnastóma (sjá nánar hér).

Eftir nokkur ár með garnastóma ákvað Eva að fá j-poka (sjá nánar hér). Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænlega þar sem tók við strembið tímabil veikinda sem takmörkuðu lífsgæði hennar nokkuð. Sex árum síðar, eftir fjölmargar tilraunir til bata með j-poka var ákveðið að snúa aftur til baka og fá garnastóma. Aðgerðin gekk vel en það tók Evu nokkurn tíma að ná fullri heilsu aftur, eftir langt veikindatímabil.

Eva er nú við fulla heilsu, laus við alla verki og óvæntar klósetferðir sem höfðu fylgt henni í langan tíma. Eva mætir í ræktina sex til tólf sinnum í viku og segir að stómað hafi engin áhrif á hennar daglega líf, nema þá til hins betra.

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

 • Dandý Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
 • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
 • Inger Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
 • Jón - Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
 • Júlía Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
 • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
 • Sonja Er ólétt að sínu fyrsta barni
 • Þorleifur Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
 • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
 • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
 • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum