Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • Styrkja samtökin
  • English

Þorleifur

10/03/2015 By stoma

Stomasamtokin_vefbordar_300x250_Thorleifur

Þorleifur hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma.

Þorleifur var, ólík mörgum stómaþegum, ekki búinn að hafa meltingarsjúkdóm í langan tíma áður en hann fór í aðgerð árið 2006. Tæpu ári fyrir aðgerð fór hann að greina blóð í hægðum en með hjálp lyfja náðist að halda einkennunum í skefjum. Svo veiktist hann skyndilega mjög illa sem leiddi til tveggja mánaða spítalalegu. Þegar læknarnir sögðu honum að hann þyrfti að fá stóma vissi hann ekkert hvað það var, en fékk þá staðfestingu að það myndi gefa honum heilsuna á ný.

Þorleifur segir, að fyrir utan það að hafa fengið fulla heilsu, hafi lífið lítið hafa breyst eftir að hann fékk stóma. Framan af var hann þó mjög varkár en eftir því sem tíminn leið fór hann að sjá að hann gat í raun allt með stóma. Með tímanum fór hann að stunda hlaup, eyddi miklum tíma í fjallgöngum og fjallaferðum og fór á endanum að æfa fimleika. Þá segir hann að hans helsti sigur hafi verið þegar hann tók sitt fyrsta heljastökk í fimleikum, með stóma á kvið, en síðan þá hefur stökkunum fjölgað allnokkuð.

Hann segir sig bara venjulegan strák og að hann líti alveg eins á sig nú og hann gerði áður. Hann hafi þó ör á líkama sínum sem eru vitnisburður um að lífið er ekki alltaf auðvelt og býr hann að þeim lærdómi og lífsreynslu.

Þorleifur vill koma því á framfæri að helsta hindrunin er ekki stómað, heldur hausinn. Hann segir að það sé hægt að gera allt með stóma, þetta sé bara spurning hvað maður vill gera, hvort sem það er Everest eða stuttur göngutúr. Loks hvetur hann aðra til þess að setja sér smá markmið og vinna síðan að því að ná því.

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

  • Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
  • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
  • Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
  • Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
  • Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
  • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
  • Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
  • Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
  • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
  • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
  • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum

 

 

Filed Under: Topp menu

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Styrkja samtökin
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Fróðleikur: Stómaferðakort og rakanemi fyrir stómaþega

Stómaferðakort og myndband vegna skoðunar á flugvöllum. Skömmu eftir að Stómasamtökin voru stofnuð 1980 veittum við því athygli að … [Nánar...]

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands verður haldinn fimmtudaginn 15. maí og hefst kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.  Húsið opnar kl. 19:30 … [Nánar...]

Fundur á Akureyri 29. apríl kl. 17:00

Akureyrarafleggjari Stómasamtakanna boðar til fundar stómaþega á Akureyri og nágrenni þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00.  Fundurinn verður í … [Nánar...]

Málþing: Krabbamein í blöðruhálskirtli

Hádegismálþing „Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli - líf og líð­an karla eft­ir með­ferð" í tilefni af Mottumars þar sem áhersla verður lögð á líf og … [Nánar...]

RSS-veita Á döfinni

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in