Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • English

Dandý

08/03/2015 By stoma

Akurey_crop

Dandý tók þátt í Járnkarlinum (Ironman) fimm mánuðum eftir að hún fékk stóma.

Dandý hafði glímt við sáraristilbólgur í 19 ár áður en hún fékk stóma árið 2014. Á veikindatímabilinu lágu einkenni hennar á tímum niðri en þess á milli var heilsa hennar oft mjög slæm með tilfellum þar sem hún féll t.a.m. í yfirlið vegna mikils blóðmississ og var lögð inn á spítala vegna heilsubrests.

Þrátt fyrir takmarkaða heilsu tókst Dandý að viðhalda sínum lífsstíl sem einkenndist m.a. af mikilli hreyfingu. Þannig tók hún m.a. þátt í og lauk við Mývatnsmaraþon og Landvætti. Síðustu þrjú árin fór heilsa hennar þó versnandi og versnandi, þar sem hún var alltaf með bólgur og sár og náði aldrei 2 góðum vikum samfleytt.

Dandy segir að líf sitt hafi breyst mikið þegar hún fékk stóma, þar sem hún er nú orðinn þátttakandi í lífinu aftur. Hún segir það mikinn mun að þurfa ekki að skipuleggja daginn eftir óvissu meltingarsjúkdómsins, að geta farið að heiman án þess að hafa áhyggjur af því hvar næsta klósett verður og að eiga ekki lengur hættu á að þurfa að skipta um föt allt í einu. Loks sé það mikil frelsun að vera ekki lengur verkjuð alla daga.

Dandý tók þátt í Járnkarlinum (Ironman) fimm mánuðum eftir aðgerð. Þar synti hún 3,8 km, hjólaði 180,2 km og hljóp 42,2. Dandy var nýbúin að jafna sig eftir aðgerðina og aðlagast nýju lífi með stóma en það hafði lítil áhrif á þátttöku hennar í þessari krefjandi keppni, sem margir segja eina erfiðustu þríþraut heims. Nú leiðir Dandý hugann að því að ganga á Hvannadalshnjúk og taka síðan þátt í Laugavegshlaupinu í sumar.

 

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

  • Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
  • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
  • Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
  • Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
  • Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
  • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
  • Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
  • Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
  • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
  • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
  • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum

 

Filed Under: Uncategorized

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Bárurnar vilja nota Ermarsundið sem tækifæri til að vekja athygli á málefnum stómaþega

Að hafa stóma er ekki sjúkdómur en flokkast sem ákveðin fötlun. Það er ekki óalgengt að fólk með stóma reyni að fela það. Stóma getur hins vegar bætt … [Nánar...]

Kynningarfundur á Akureyri 7.maí

Guðrún María Þorbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Medor kynnir nýjungar í stómavörum frá ConvaTec laugardaginn 7. maí kl. 14 í húsnæði … [Nánar...]

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands

Aðalfundur Stómasamtaka Íslandsfimmtudaginn 5. maí 2022Aðalfundur Stómasamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2022 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu … [Nánar...]

Fræðslufundur: Kynning á starfsemi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

Fimmtudaginn 7. apríl fer fram fræðslufundur. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri, kynnir starfsemi Ráðgjafarþjónustu … [Nánar...]

RSS Á döfinni

  • Stuðnings­ fulltrúa­námskeið: Ertu góð­hjart­aður reynslu­bolti sem vilt nýta reynslu þína öðrum til góða?
  • Austurland: Viðtöl, stuðningur og ráðgjöf
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 2/4
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 3/3
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 4/4
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 1/4
  • Para- og kynlífsráðgjöf
  • Para- og kynlífsráðgjöf

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in