Inger

Inger3

Inger hefur lifað innihaldsríku lífi og sinnir húsmóðurstarfinu af mikilli alúð.

Áður en Inger fékk stóma var heilsa hennar mjög takmörkuð. Hún var alltaf veik, mikið inni á spítala og fór lítið sem ekkert. Hún var nýorðin átján ára þegar hún fór í aðgerð og fór fljótlega að geta tekið þátt í lífinu á ný. Þá er henni minnistætt að hafa getað farið í kórferðalag með skólanum tveimur mánuðum eftir aðgerð og loks geta tekið þátt í félagslífinu.

Nú, rúmum tuttugu árum eftir að hún fékk stóma hefur Inger átt innihaldsríkt líf. Hún lauk háskólanámi, er hamingjusamlega gift og hefur eignast fjögur börn í þremur meðgöngum.

 

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

 • Dandý Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
 • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
 • Inger Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
 • Jón - Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
 • Júlía Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
 • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
 • Sonja Er ólétt að sínu fyrsta barni
 • Þorleifur Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
 • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
 • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
 • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum