Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • English

Sonja

01/04/2015 By stoma

sonja_eldhus

Sonja er á von á sínu fyrsta barni og hlakkar til að taka á móti nýrri persónu í líf sitt.

Sonja veiktist fyrst 15 ára gömul þar sem smáþarmur sprakk og hún dó, í skamma stund. Eftir endurlífgun beið henni tveggja mánaða dvöl á spítala þar sem hún fór í um fimm aðgerðir á smáþörmum og ristli. Hún náði heilsu eftir þetta en sjö árum síðar, árið 2006, greindist hún með sáraristilbólgur.

Fljótlega eftir að hún var greind með sáraristilbólgur fór hún í aðgerð þar sem hún fékk garnastóma. Fyrst þótti Sonju erfitt að vera með stóma, sjálfsmynd hennar var slæm, hún var viss um að verða einhleyp það sem eftir væri og fannst eins og pokinn væri merki um veikindi. Í dag er því þveröfugt farið, þar sem hún telur pokann vera merki um styrk og baráttu.

Hún segir stómað ekki hafa áhrif á sitt daglega líf þó að hún sé alltaf ómeðvitað vakandi fyrir pokanum. Daglegt líf segir hún eins og áður, hún sinnir sinni hefðbundnu skrifstofuvinnu, skóla og líkamsrækt eins og aðrir.

Sonja á von á sínu fyrsta barni. Meðgangan hefur gengið vel og gert er ráð fyrir eðlilegri og ánægjulegri fæðingu nýja fjölskyldumeðlimsins.

Fyrir Sonju hefur hún upplifað marga persónulega sigra eftir að hún fékk stóma. Að ná sátt við pokann og sátt við sjálfa sig var henni sérstaklega mikilvægt. Þá skipti það hana miklu að verða stuðningsfulltrúi og geta þannig hjálpað öðrum að ná tökum á nýrri tilveru með stóma.

Að lokum leggur Sonja áherslu á hversu ómetanlegur jafningjastuðningurinn er fyrir stómaþega og hvetur alla til þess að læra af hvorum öðrum, skiptast á áhyggjum, vangaveltum og hugmyndum og tali um stóma á léttum nótum.

 

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

  • Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
  • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
  • Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
  • Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
  • Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
  • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
  • Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
  • Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
  • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
  • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
  • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum

Filed Under: Uncategorized

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Bárurnar vilja nota Ermarsundið sem tækifæri til að vekja athygli á málefnum stómaþega

Að hafa stóma er ekki sjúkdómur en flokkast sem ákveðin fötlun. Það er ekki óalgengt að fólk með stóma reyni að fela það. Stóma getur hins vegar bætt … [Nánar...]

Kynningarfundur á Akureyri 7.maí

Guðrún María Þorbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Medor kynnir nýjungar í stómavörum frá ConvaTec laugardaginn 7. maí kl. 14 í húsnæði … [Nánar...]

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands

Aðalfundur Stómasamtaka Íslandsfimmtudaginn 5. maí 2022Aðalfundur Stómasamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 5. maí 2022 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu … [Nánar...]

Fræðslufundur: Kynning á starfsemi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

Fimmtudaginn 7. apríl fer fram fræðslufundur. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og teymisstjóri, kynnir starfsemi Ráðgjafarþjónustu … [Nánar...]

RSS Á döfinni

  • Stuðnings­ fulltrúa­námskeið: Ertu góð­hjart­aður reynslu­bolti sem vilt nýta reynslu þína öðrum til góða?
  • Austurland: Viðtöl, stuðningur og ráðgjöf
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 2/4
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 3/3
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 4/4
  • Námskeið: Jóga nidra og hljóðslökun 1/4
  • Para- og kynlífsráðgjöf
  • Para- og kynlífsráðgjöf

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in