Stómasamtök Íslands

Innihaldsríkt líf með stóma

  • Email
  • Facebook
  • Um Stómasamtökin
    • Stjórn
    • Lög
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni
  • Tenglar
  • Gerast félagi
  • Styrkja samtökin
  • English

Júlía

01/04/2015 By stoma

Júlía_Bros_Crop

Júlía ferðast mikið með hljómsveit sinni sem var nýlega að landa útgáfusamningi í Japan.

Júlía var heilbrigð alla ævi, þar til hún veikist skyndilega af sáraristilbólgu árið 2010. Hún var strax lögð inn á spítala og var þar í tvo mánuði og þar kom í ljós að ristillinn hafði gjöreyðilagst. Því var ljóst að hún þurfti að fara í aðgerð og fá stóma.

Júlía varð 23 ára daginn eftir að hún fór í aðgerðina síðan þá hefur hún farið í fimm aðgerðir. Læknar prófuðu að útbúa J-poka stuttu eftir fyrstu aðgerð en það reyndist ekki farsælt og því fékk hún aftur endanlegt garnastóma. Rúmt ár er síðan hún fór í sína síðustu aðgerð og sem stendur er útlit fyrir að þær verði ekki fleiri.

Júlía er í hljómsveitinni Oyama og með henni hefur hún spilað víða erlendis til að fylgja eftir tveimur útgefnum plötum. Ferðalögunum fylgir lífsmáti sem sumir myndu segja að væri flókinn fyrir stómaþega en Júlía segir það ekki stórt vandamál.

Júlía segir stómað hafa einhver áhrif á sitt daglega líf þar sem hún temji sér að vera rólegri og skipulagðari en áður. Hún er nú meðvitaðri um hvað hún borðar og gætir þess að sér líði vel í fötunum sínum. Að því sögðu þá hefur stómað lítil áhrif á hennar líf þar sem hún getur sinnt sínu starfi af fullum krafti og eldmóði og jafnframt sinnt tónlistinni.

Hún segir að í gegnum þessa lífreynslu hafi hún öðlast dýpri skilning og innsýn í „heim hinna veiku“ sem hún kann að meta, enda eru ekki margir á hennar aldri sem búa að þeim lærdómi. Loks hvetur Júlía fólk til þess að tala opinskátt um stóma þar sem það það sé allt of mikið af ungu fólki sem hefur ekki hugmynd um hvað stóma er, hvernig það virkar og hefur jafnvel aldrei heyrt þess getið.

 

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

  • Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
  • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
  • Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
  • Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
  • Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
  • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
  • Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
  • Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
  • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
  • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
  • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum

Filed Under: Uncategorized

Efni

  • Að ferðast með stóma
  • English
  • Fróðleikur um stóma
  • Gerast félagi
  • Heimsóknarþjónusta – s: 847 0694
  • Í fjölmiðlum
  • Innihaldsríkt líf með stóma
  • Lög
  • Matarræði eftir aðgerð
  • Ráðgjafarþjónusta
  • Spurt og svarað
  • Stjórn
  • Styrkja samtökin
  • Tenglar
  • Um Stómasamtökin
  • Ungliðahreyfingin
  • Útgefið efni

Leit

Fréttir

Fróðleikur: Stómaferðakort og rakanemi fyrir stómaþega

Stómaferðakort og myndband vegna skoðunar á flugvöllum. Skömmu eftir að Stómasamtökin voru stofnuð 1980 veittum við því athygli að … [Nánar...]

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands

Aðalfundur Stómasamtaka Íslands verður haldinn fimmtudaginn 15. maí og hefst kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.  Húsið opnar kl. 19:30 … [Nánar...]

Fundur á Akureyri 29. apríl kl. 17:00

Akureyrarafleggjari Stómasamtakanna boðar til fundar stómaþega á Akureyri og nágrenni þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00.  Fundurinn verður í … [Nánar...]

Málþing: Krabbamein í blöðruhálskirtli

Hádegismálþing „Krabba­mein í blöðru­háls­kirtli - líf og líð­an karla eft­ir með­ferð" í tilefni af Mottumars þar sem áhersla verður lögð á líf og … [Nánar...]

RSS-veita Á döfinni

Stoma.is · 847 0694 · stoma@stoma.is · Skógarhlíð 8 · 105 Reykjavík · Log in