Jón

Jón_Bros_CropJon_Bros_Crop

Jón gekk á Hvannadalshnjúk 2010 og var þar með fyrsti j-poka þeginn sem náði þeim áfanga.

Jón hafði verið veikur af sáraristilbólgu í þrettán ár áður en hann fór í aðgerð árið 1995, þar sem hann fékk garnastóma. Fyrir aðgerð hafði heilsa hans hafði verið misslæm en var orðin mjög takmarkandi síðasta árið. Að taka ákvörðun um fara í aðgerð var honum erfitt en hann komst fljótt að því að það var besta ákvörðun sem hann gat tekið.

Ári síðar fór Jón í aðra aðgerð þar sem hann fékk j-poka og heppnaðist sú aðgerð vel. Það stuðlaði að góðri heilsu í yfir tíu ár en svo fór heilsu hans að hraka. Eftir þó nokkra vanheilsu var ákveðið að Jón fengi aftur garnastóma 2013 og var mikill léttir að fá heilsuna aftur.

Að vera með stóma hefur lítil áhrif á daglegt líf Jóns. Jón er í fullri vinnu og ríflega það, lifir venjulegur fjölskyldulífi með konu og börnum. Hann gengur á Esjuna og Helgarfellið, veiðir og gerir nánast allt sem hann langar að gera.

Jón náði þeim merka áfanga að vera fyrsti J-poka þeginn sem gekk upp á Hvannadalshnjúk. Þó að gangan hafi verið erfið segir hann að það hafi verið vel þess virði.

Að lokum leggur Jón ríka áherslu á að stómaþegar geta allt sem þeir vilja gera, að vilji sé allt sem þarf.

 

Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:

 • Dandý Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
 • Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
 • Inger Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
 • Jón - Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
 • Júlía Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
 • Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
 • Sonja Er ólétt að sínu fyrsta barni
 • Þorleifur Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
 • Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
 • Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
 • Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum