Fræðslufundur verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð fimmtudaginn 7. mars. Húsið opnar kl. 19:30 og fundarstörf hefjast kl. 20:00. Fyrirlesari á fundinum verður Katrín Klara Þorleifsdóttir hjá Eirbergi / Stuðlabergi og mun hún kynna þjónustuna hjá þeim við stómaþega. Fundurinn verður væntanlega sendur út á Facebook.
Kaffiveitingar og spjall að fyrirlestri loknum.
Formaður.