Margrét Manda Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Landspítalans ætlar að heimsækja okkur en hún vinnur að verkefni sem snýst um að efla farveg fyrir sjónarmið og ábendingar frá sjúklingum og aðstandendum. Verkefnið er margþætt og snýr einn hluti þess að samskiptum spítalans við sjúklingasamtök.
Fundurinn verður í húsnæði KÍ að Skógarhlíð 8 og húsið opnar 19:30 en fundarstörf hefjast kl. 20:00. Kaffiveitingar.
Formaður.