Félagsfundur Stómasamtakanna verður 2. mars í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð . Húsið opnar eins og vanalega kl 19:30 og fundarstörf hefjast um kl. 20.
Fyrirlesari að þessu sinni verður Auður Ýr Sveinsdóttir en hún er aðstoðardeildarstjóri öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. Undanfarin ár hefur oft verið umræða meðal stómaþega um öryggisleit í flugstöðvum víða um heim og hefur sitt sýnst hverjum í þeim efnum. Nú er tækifæri til að ræða málið í þaula og fá greinargóðar upplýsingar um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Endilega fjölmennið og hafið skoðun á málefninu.
Félagsfundurinn sem átti að vera í byrjun apríl fellur niður þar sem hefðbundna dagsetningu fyrir fundinn ber upp á skírdag.
Aðalfundur Stómasamtakanna verður síðan haldinn fimmtudaginn 4. maí í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og hefst kl. 19:30. Væntanlega verður fyrirlesari á þeim fundi eftir að hefðbundnum aðalfundarstörfum lýkur.
Formaður.