Sigurður Jón hefur verið með stóma í 26 ár og lifir innihaldsríku lífi. Hann stundar gönguferðir og sund reglulega og lætur stómapokann ekkert trufla sig.
Áður en Sigurður Jón fékk stóma var heilsa hans afleit. Hann var með blóðugar hægðir og þurfti að fara á klósett í tíma og ótíma. Til að viðhalda einhverjum lífsgæðum tók hann inn mikið magn steralyfja sem höfðu sínar aukaverkanir.
Lífið gjörbreyttist eftir stóma þar sem hann gat loks lifað heilbrigðu og eðlilegu lífi. Eftir að hann hafði náð fullri heilsu eftir aðgerð gekk hann á Snæfellsjökul, en hann hafði sett sér það takmark áður en hann fékk stóma.
Í dag hefur stómað engin áhrif á hversdagslegt líf Sigurðar Jóns og nýtur hann þess til hins ítrasta.
Sigurður Jón er mjög þakklátur þeim stuðningi sem hann fékk hjá Stómasamtökunum og hvetur alla þá sem munu eða hafa gengist undir stómaðgerð að nýta sér heimsóknarþjónustu Stómasamtakanna. Það skipti hann, og marga aðra, afskaplega miklu máli.
Fjöldi einstaklinga sem lifa innihaldsríku lífi með stóma er langur og hvetjandi. Hér má heyra fleiri sögur:
- Dandý – Tók þátt í Ironman 5 mánuðum eftir að hún fékk stóma
- Eva – Fer í ræktina 6-12 sinnum í viku
- Inger – Sinnir húsmóðrarhlutverkinu af alúð
- Jón – Gekk á Hvannadalshnúk og varð þar með fyrsti J-poka þeginn til að gera það
- Júlía – Ferðast um heiminn með hljómsveit sinni
- Sigurður Jón – Stundar göngur og sund reglulega
- Sonja – Er ólétt að sínu fyrsta barni
- Þorleifur – Hóf að stunda fimleika eftir að hann fékk stóma
- Jónína – Eignaðist barn ári eftir að hún fékk stóma
- Klara – Hefur stundað meiri hreyfingu eftir að hún fékk stóma
- Ágúst – Er tíður sundgestur og leikur sér mikið á fjöllum